top of page

MT. ESJA MARATHON

43 km hlaup með 3580M heildarhækkun  

 

5 mismunandi leiðir upp og um fjallið með stórkostlegu útsýni yfir nærliggjandi svæði.

Þetta er krefjandi og tæknilegt hlaup fyrir reynda utanvegahlaupara.

Vegalengd: 43km

Heildarklifur: 3580m

Tímamörk:  Lokatími fyrir síðusta klifur er 18:00. 

Hlaupið gefur ITRA stig

Hlaupið hefst 15. júní 2024 klukkan 8:00

Upphafsstaður: Esjustofa

Vinsamlegast sækja rásnúmerið í 66° Norður Faxafeni 12, 108 Reykjavík frá 16:00-18:00 þann 14. júní.  

Leiðin er vel merkt en hlauparar eru hvattir til að hlaða niður GPX skránni og hlaða upp á GPS úr eða tæki.  

_r4b7231cp.jpg
Index-50K.png
LEIÐARLÝSING 

1. Ferð: ESJUSTOFA-KERHÓLAKAMBUR

8,5 km 816m

Frá rásmarki er haldið vestur á stíg samsíða þjóðveginum. Þú beygir svo til hægri á slóð í átt að „Esjuberg“. Þar hleypur þú að gljúfri á austurhlið fjallsins þar sem þú byrjar klifrið upp Kerhólakamb. Fyrsti hluti klifursins er brattur og grýttur og oft er snjórí efti hluta fjallsins. Þegar þú nærð upp á topp (Kerholakambur) sérðu starfsmann keppninar við eftirlitsstöð.  Þú fylgir sömu leið á leiðinni niður nema síðasta hlutann, þar sem þú beygir til hægri í átt að kletti í átt að sjó. Hér þarf að fara varlega þar sem síðustu 100 metrarnir á niðurleiðinni eru brattir og tæknilegir. Starfsmaður er til staðar þar sem brattinn er hvað mestur. 

2. Ferð: GLJÚFURDALUR-ÞVERFELLSHORN

11,3 km 816m

Eftir niðurhlaupið er farið aftur inn í gljúfrið en haldið áfram um dalinn „Gljufurdal“. Vertu varkár þegar þú ferð yfir grýttan hrygginn og ekki gleyma að njóta útsýnisins. Slóðin heldur áfram upp þar til þú nærð annarri eftirlitsstöð, þ.e. Steininum. Frá Steini er farið alla leið upp á „Þverferllshorn“ þar sem þriðja eftirlitsstöðin er staðsett. Þú fylgir sömu leið niður að Steini (eftirlitsstöð), en eftir það beygirðu til vinstri og fylgir malarveg þar til þú beygir aftur til vinstri á Nípuleiðina. Eftir niðurhlaupið beygirðu til hægri og fylgir breiðum vegi um skóginn og alla leið að Esjustofu.

3. Ferð: BLÁ LEIÐ AÐ STEINI

9,9km 632km

Frá Esjustofu er aftur farin tengileiðin að bílastæði við Kollafjarðará. Þriðja ferðin er upp blástikaða leið sem fer upp að Gunnlaugsskarði. Beygt er af Gunnlaugsskarðsleiðinni og farið inn á frekar ógreinilegan slóða sem kemur inn í björgunarsveitaslóðann, þaðan er farið alla leið upp að Steini. 

4. FERÐ: SKÓGARFERÐ AÐ STEINI

7km 632m

Í fjórðu ferð að Steini er farið í gegnum litla skóginn (nr. 4 á kortinu) þar til komið er að sama malarstíg og á annari niðurleið og þriðja klifri. Þú fylgir þeirri leið alla leið að Steini og ferð niður suðurleiðina að Esjustofu.

5. Ferð: MT. ESJA Klassík

7km 600m

Síðasta klifrið er klassíska leiðin (beint upp) upp að Steini og austurleiðina niður. Þú byrjar þó á því að hlaupa 700m lykkju við Esjustofu áður en haldið er upp á síðasta klifrið. Endalínan bíður þín á Esjustofu þegar þú kemur niður .

Mt Esja Marathon 2021.jpeg
running in Iceland Esja.jpg
Hækkunartafla fyrir Esjamaraþonið
elevationchart.png
bottom of page