top of page

Mt. Esja Ultra reglur og skilmálar

Reglur og skilmálar

Aldurstakmörk

 • Steinninn: 14 ára

 • Hálfmaraþon: 18 ára

 • Maraþon: 18 ára

 

Tímatakmörk

 • Steinninn: 90 mínútur

 • Hálfmaraþon: 6 klst.

 • Mt. Esja Maraþon: 10 klst þegar lagt er af stað í síðasta sinn upp Esjuna.

 

Keppendur skuldbinda sig til að:

 • Stunda viðeigandi þjálfun til að ljúka keppni innan tímamarka.

 • Stunda heiðarlega keppni og fylgja settri leið skipuleggjenda.

 • Bera virðingu fyrir náttúrunni og henda engu rusli á leiðinni nema við Esjustofu.

 • Klæða sig eftir veðri og veðurspá.

 • Hafa með sér næga næringu og vökva til að klára keppni.

 • Virða reglur um utanaðkomandi aðstoð en aðeins einn einstaklingur má aðstoða hvern keppanda hverju sinni með búnað og næringu á sérstöku svæði við Esjustofu. Öll önnur utanaðkomandi aðstoð er bönnuð nema í neyð.

 • Sýna öðrum keppendum og göngufólki tillitsemi á leiðinni.

 • Hafa keppnisnúmer sýnilegt allan tímann.

 • Skrá sig hjá starfsmanni við Stein (checkpoint) og Esjustofu í hverjum hring.

 • Keppendum ber að aðstoða aðra keppendur í neyð þar til önnur viðeigandi hjálp berst.

 • Keppnisstjóri ber ekki ábyrgð á hlaupurum vegna utanaðkomandi áhrifa eins og veðurs og náttúruhamfara.

 • Keppendur eru á eigin ábyrgð í keppninni en eru hvattir til að leita viðeigandi aðstoðar ef um slys eða veikindi er að ræða.

 • Keppnisstjóri getur vísað öllum frá keppni sem fylgja ekki settum reglum.

 • Keppnisstjórum er heimilt að aflýsa eða stoppa hlaupið vegna utanaðkomandi aðstæðna

Útbúnaður

Sterklega er mælt með því að hver keppandi hafi eftirfarandi útbúnað til taks (skyldubúnaður fyrir keppendur í hálfu og heilu maraþoni):

 • Fjölnota mál til að sækja vatn í læk og á drykkjarstöð

 • Álteppi

 • Farsíma

 • Nægilegt magn af næringu og vökva (0,5-1,0 L) fyrir hvern hring

 • Teygjubindi

 • Jakki (Helst vatnsheldur úr öndunarefni og með hettu)

 • Húfu eða buff og hanska

 

Mælt er með að hafa meðferðis:

 • Göngustafi

 • Drykkjarbelti eða vatnspoka

 • Derhúfu

 • Sólgleraugu

 • Sólarvörn

 • Núningsáburð og blöðruplástra

_r4b7231cp.jpg
bottom of page